Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) – Vatn með gleraugum náttúrufræði og listgreina

Markhópur: Grunnskólakennarar

Markmið: Að skapa vettvang fyrir kennara til að  prófa þverfagleg, fyrirbærafræðileg verkefni sem fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi hátt með aðferðum list og verkgreina. List- og verkgreinakennarar öðlist nýja sýn inn í málefni náttúrufræði. Náttúrufræðikennarar kynnist vinnuaðferðum lista og hönnunar. Kennarar byggi á fyrri reynslu og leiti leiða til að auka áhuga ungs fólks á náttúrufræðum og málefnum sjálfbærni.

LÁN er þverfaglegt þróunar- og nýsköpunarverkefni sem skapar samtal á milli náttúrufræði og listgreina með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að skoða hvernig nemendur geta kynnst málefnum vatns á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina.

Starfsmaður Veitna mun fjalla um mikilvægi þess að fara skynsamlega með vatn og fráveitukerfi. Veitur sinna mikilvægri þjónustu í almannaþágu og gæta þess að notendur hafi stöðugt aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Vatns er aflað úr fjölda vatnsbóla. Áhersla er lögð á öfluga vernd auðlindarinnar þannig að sem flestir landsmenn eigi kost á hreinu neysluvatni.

Náttúrufræðingur mun fjalla um stöðu bæði fersksvatns og hafsins og hvaða áskaranir við stöndum frammi fyrir.
Louise Harris myndlistarmaður og kennari mun vinna listrænt með málefnið og leiða þátttakendur í gegnum vinnuaðferðir sem þeir geta síðar unnið með nemendum sínum.

Unnið verður listrænt með málefni vatns og þau áhrif sem loftslagsbreytingar hafa á vistkerfi fjölbreyttra vatnasvæða.  Fjallað verður möguleika skólastarfs á að skapa aðstæður fyrir nemendur til að brúa bilið milli þekkingar og þeirra gilda sem við viljum lifa eftir með því með skipulagningu listrænna viðburða. Námskeiðið er bæði í formi fræðilegra fyrirlestra og verklegrar nálgunar.

Kennari: Louise Harris
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 11. ágúst kl. 09:00-16:00
Þátttökugjald: kr. 6.000,-
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse