Startup Stormur 2023 - UMSÓKNARFORM

STARTUP STORMUR - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota er sjö vikna viðskiptahraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku. Samstarfsverkefnið Norðanátt* stendur fyrir hraðlinum.

Startup Stormur hefst 4. október 2023 og lýkur 16. nóvember og fer fram að mestu leyti á netinu í gegnum forritið TEAMS. Jafnframt hittast teymin þrisvar sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Í gegnum tímabilið munu þátttakendur hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja. Lokaviðburður fer fram 16. nóvember með fjárfestakynningum teymanna sem taka þátt. 

Leitast er eftir þátttakendum, þ.e. frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Startup Storm til að vaxa, efla verkefni sín og tengslanet og verða hluti af frumkvöðlasamfélagi Norðanáttar.

Hraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en gerð er rík krafa um að þau teymi sem valin eru í hraðalinn taki virkan þátt í öllu ferlinu. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk.

Rafrænn kynningarfundur um Startup Storm fer fram þann 5. september (auglýst á samfélagsmiðlum og á vef Norðanáttar - www.nordanatt.is)

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Norðanáttar, Kolfinna María á netfangið kolfinna@eimur.is 

*Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Að verkefninu Norðanátt koma Eimur og landshlutasamtökin á Norðurlandi; SSNV & SSNE. Bakhjarl Norðanáttar er Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn umsækjanda (tengiliður) *
Aðrir meðlimir í verkefninu
Nafn fyrirtækis / verkefnis *
Netfang *
Símanúmer *
Heimasíða (ef á við)
Samfélagsmiðlar (FB, IG, LinkedIn, TikTok, ofl - ef á við)
Hvar er verkefnið staðsett á Norðurlandi? (sveitarfélag) *
Lýsing verkefnis og markmið - Hér þarf að koma fram hvernig verkefnið fellur að áherslum Norðanáttar um; matur, orka, vatn. *
Af hverju vilt þú /teymið þitt taka þátt í Startup Storm? Hér má t.d. draga fram hvaða verkfæri og fræðslu þér/ykkur vantar og hvað þið eruð að óska eftir að fá aðstoð við í þróun og vexti verkefnisins.  *
Hvaða skref hafa verið tekin í verkefninu? Dæmi: Hefur verkefnið hlotið styrk? Eru einhverjir samstarfsaðilar?  osfrv. 
Vinnustofur verða haldnar á völdum stöðum á Norðurlandi þessa daga: 
9. október (mánudagur)
30. október (mánudagur)
16. nóvember (fimmtudagur)

Kemst þú á allar vinnustofurnar?
*
Ef nei, á hvaða vinnustofu kemst þú ekki?
Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy