Hlaupasamfélagið

Hlaupasamfélagið býður upp á fjölbreytta möguleika til æfinga. Ertu að fara Laugaveginn eða annað utanvegahlaup í sumar? Ertu á leiðinni í 10 km hlaup, hálft maraþon eða heilt maraþon? Viltu prófa brautarhlaup? Allt þetta getur Hlaupasamfélagið boðið þér upp á þar sem þú getur mætt á mismunandi tegundir af æfingum og fengið hlaupaprógram aðlagað að þinni getu, þínum tíma og þínum markmiðum. Hlaupasamfélagið hentar því fólki á öllum aldri og af mismunandi getustigum en þetta er sextánda árið í röð sem Hlaupasamfélagið skipuleggur æfingar (áður Laugavegshópur Sigga P. og hlaup.is og æfingahópur Sigga P).

Æfingar hjá Hlaupasamfélaginu hefjast 7. janúar en þú getur byrjað hvenær sem er eftir það. Allar æfingar Hlaupasamfélagsins eru með þjálfara á staðnum.

Þjálfarar Hlaupasamfélagsins eru Sigurður P. Sigmundsson hlaupaþjálfari og fyrrum Íslandsmethafi í maraþoni (2:19:46), Gréta Rut Bjarnadóttir hlaupaþjálfari og Torfi H. Leifsson umsjónarmaður hlaup.is og hlaupaþjálfari.

Sérstakir fundir verða haldnir fyrir þátttakendur í stærri verkefnum eins og Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþon.

Skráningarupplýsingar

Vinsamlegast greiðið eins mánaðar æfingagjald þegar þið skráið ykkur í hóp Hlaupasamfélagsins, inn á reikning 0544-26-35333 kt. 280257-3549. Þátttakendur á landsbyggðinni, sem ekki eiga möguleika á að sækja sameiginlegar æfingar, fá 20% afslátt.

Hafið samband við Sigurð P. Sigmundsson, siggip@hlaup.is, sími 864-6766, Torfa H. Leifsson, torfi@hlaup.is, sími 845-1600 eða Grétu Rut Bjarnadóttir, gretarut94@gmail.com, sími 861-9426 ef þið hafið spurningar.

 

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Hluti af utanvegahóp Hlaupasamfélagsins á leið á Esjuna
Nafn *
Kennitala *
Sími *
Hæð (cm) *
Þyngd (kg) *
Hefur þú stundað skokk/hlaup áður og þá hversu lengi? *
Hefur þú tekið þátt í almenningshlaupum? Ef svo, hvaða tímum hefur þú náð? *
Hvaða aðra líkamsrækt hefur þú stundað áður og hversu mikið? *
Hefurðu lent í meiðslum og þá hverjum? *
Markmið með þjálfun? *
Annað sem þú vilt koma á framfæri?
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy