Söngur og hljóðvinnsla í skólastarfi - Unglingar
Því miður fellur þessi smiðja niður. VIð bendum þátttakendum á að enn er hægt að skrá sig á aðrar smiðjur sjá lista yfir skráningu á vefsíðunni: https://menntastefna.is/starfsthroun/#sumarsmidjur

Lýsing á námskeiði:

Markhópur: Grunnskólakennarar

Hvernig tengist verkefnið/námskeiðið þörfum grunnskólans, skólastefnu sveitarfélags
og aðalnámskrá grunnskólans?

Söngur og söngiðkun á undir högg að sækja í skólastarfi en tilheyrir þó námskrám og áherslum þegar kemur á lista- og menningarstarfi með skólabörnum. Söngur á unglingastigi er víða mjög takmarkaður. Í drögum að nýrri stefnu um tónlistarnám í Reykjavík er lögð áhersla á að styðja við söng á öllum skólastigum og starfi með börnum.

Markmiðið með verkefninu/námskeiðinu:
Að kynna leiðir til að innleiða aukna söngiðkun í skólastarfi með unglingum

Innihald verkefnisins/námskeiðsins:
Skoðaðar verða efnisveitur og leiðir til að gera almenna söngiðkun að listrænni áskorun fyrir bæði hópinn og eintaklingana. Kynntar eru leiðir til að nýta hljóðkerfi, hljóðnema, karoky auk þess að einfaldar upptökuaðferðir verða skoðaðar.

Kennarar: Tónlistarfólk og kennarar
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 13:00-16:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse