Sjálfbærniskýrsla ársins - Tilnefningar
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð auglýsa eftir tillögum um fyrirtæki eða stofnun sem hlýtur viðurkenningu fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins 2022 (uppgjör ársins 2021).

Sjálfbær rekstur fyrirtækja skiptir samfélagið sem og fyrirtækin sjálf sífellt meira máli. Skýr stefna, framkvæmd og upplýsingagjöf fyrirtækja varða leið að farsælum rekstri.

Viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð sína með markvissum og vönduðum hætti. Skýrslan getur verið í formi vefsíðu, rafræns skjals eða öðrum hætti sem hentar þeim sem hún á erindi við, s.s. fjárfestum, viðskiptavinum, samstarfsaðilum, yfirvöldum og/eða almenningi.

Dómnefnd metur allar tillögur sem berast.
Fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu.

Við mat á sjálfbærniskýrslu ársins er m.a. horft til eftirfarandi þátta:

Fjallar skýrslan um sjálfbærni þar sem gerð er grein fyrir umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum í takt við eðli og umfang starfseminnar?

Hversu vel fjallar fyrirtækið um mikilvæga þætti í starfsemi sinni m.t.t. jákvæðra og neikvæðra áhrifa (t.d. ef ljóst er að starfsemin raskar náttúrunni á tiltekinn hátt, er fyrirtækið með markmið um minna rask á því sviði)?

Birtir fyrirtækið mælanleg markmið þegar kemur að sjálfbærni í skýrslu sinni?

Leggur fyrirtækið mat á árangur sinn út frá settum markmiðum um sjálfbærni?

Er jafnvægi milli þeirra jákvæðu upplýsinga sem fyrirtækið segir frá og þeirra áskorana sem það stendur frammi fyrir?

Hefur fyrirtækið náð raunverulegum og mælanlegum árangri í starfi sínu?

Kynnir fyrirtæki skýrslu sína með aðgengilegum og skýrum hætti?

________________________________________________________________________________

Fresturinn til að senda inn tilnefningar rennur út þann 17.maí 2022

Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 7.júní - fyrirkomulag og dagskrá auglýst þegar nær dregur

Nöfn þeirra sem tilnefna skýrslur eru eingöngu aðgengileg dómnefnd.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Tilnefninguna hlýtur: *
Rökstuðningur fyrir tilnefningunni ( hámark ca 400 orð) *
Nafn þess sem tilnefnir *
Netfang þess sem tilnefnir *
Símanúmer þess sem tilnefnir
Slóð á sjálfbærniskýrsluna *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Festa - miðstöð um sjálfbærni. Report Abuse