Miðfellshlaupið er verkefni sem er hugsað til að hvetja til almennrar hreyfingar og heilsueflingar. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi með Heilsueflandi samfélagi í Hrunamannahreppi.
Boðið verður upp á 3 km (göngu/skokk), 5 km. og 10 km. og er hlaupaleiðin að mestu á malarveg og reiðveg með möl (1.5 km). Hlaupið byrjar kl. 11. Hér má sjá myndband af leiðinni:
https://www.relive.cc/view/v1vjD3V5ZJ6 Hlaupaleiðin er milli íþróttahúss á Flúðum og Miðfellshverfis, og fer meðfram Miðfelli að vestanverðu (sumarhúsasvæði). Það verður ekki tímataka en það verður markklukka þar sem þátttakendur geta séð tíma sinn þegar í mark er komið. Mælst er þó til þess við skráningu hér fyrir neðan að þeir sem ætla að ganga velji annað hvort 3 eða 5 km. Það er vegna öryggisráðstafanna og umferðaröryggis.
Í ár höfum við sem stöndum að Miðfellshlaupinu ákveðið að allur ágóði
hlaupsins renni til Píeta samtakanna.