Hinseginvænn grunnskóli
Markhópur: Grunnskólakennarar og námsráðgjafar

Lýsing: Hinsegin börn eru í öllum grunnskólum og mörg börn búa á heimili þar sem foreldrar eða systkini eru hinsegin. Það er mikilvægt að kennarar og annað starfsfólk grunnskóla leggi sig fram við að skapa andrúmsloft og menningu í skólanum þar sem hinsegin börn eins og öll önnur börn upplifa sig samþykkt, örugg og velkomin.

Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis hugtök sem tengjast hinsegin regnhlífinni, rætt um stöðu hinsegin barna og kynntir verða gátlistar sem auðvelda starfsfólki að skapa hinseginvænt skólaumhverfi. Einnig verður rætt sérstaklega um stöðu trans barna og bent á hvert er hægt að leita eftir frekari upplýsingum, ráðgjöf eða stuðningi eftir því sem við á.

Markmið: Að auka þekkingu kennara og námsráðgjafa á hinsegin hugtökum og veruleika hinsegin barna. Að kennarar verði betur í stakk búnir til að byggja upp námsumhverfi þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og hinsegin börn upplifa sig viðurkennd og örugg.

Kennari: Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í hinsegin- og jafnréttismálum á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur.

Hvenær: 13. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Hvar: Háteigsskóli
Þátttökugjald: 4.000 kr.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Skóli *
Gsm símanúmer *
Greiðandi *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse