Kvenfélags kvöldkaffi 26. maí
Kvenfélagasamband Íslands býður kvenfélagskonum um allt land í sumarlegt Bjartsýnt kvenfélags kvöldkaffi á Zoom miðvikudaginn 26. maí nk.
Vinsamlega skráið þátttöku hér að neðan.
Zoom slóð verður send á þátttakendur 26. maí.

Athugaðu að til að eiga möguleika á vinning í happadrættinu þarftu að skrá þig hér að neðan og vera viðstödd á fundinum þegar dregið er.    

Sérstakir gestir fundarins eru:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
og
Afrodita Roman, Evrópu forseti ACWW - alþjóðasamband dreifbýliskvenna

Að auki verður landsþingskynning, en nú er hafin skráning á þingið!
Glens og gaman frá Siggu Kling og Hörpu Magnúsdóttur

Milli dagskráratriða munum við draga úr happadrættinu. Meðal vinninga í happadrættinu eru t.d.
-Gjafabréf fyrir tvo í Krauma - náttúrulaugunum við Deildartunguhver
-30 þúsund króna Inneign í sólarferð hjá Úrval Útsýn
-Gjafabréf í gistingu fyrir tvo með morgunverði frá Hótel Örk og þriggja rétta kvöldverður á Hver restaurant
-Gjafabréf frá Loccitane
-Gjafabréf í gistingu með morgunverði ásamt tveggja rétta kvöldverði fyrir tvo frá Vogafjós í Mývatnssveit
-Gjafir frá Blúndur og Blóm
-Gjafabréf fyrir tvo í FlyOver Iceland
- Gjafabréf fyrir tvo í Blá Lónið


Þú mátt ekki missa af þessu!

Það kostar ekkert að taka þátt í fundinum og happadrættinu en við bendum á Stígamót ef þú vilt styrkja gott málefni.

Hristum okkur saman og eigum góða stund. Hittumst svo eftir gott sumar á Landsþingi i október.

Dagskráin hefst formlega klukkan 20:00 en við opnum á Zoom klukkan 19:30 með fordrykk. Þar getum við byrjað á fyrsta kaffibollanum eða öðrum drykk að eigin vali og spjallað við aðra þátttakendur.

Vonumst til að sjá ykkur sem flestar.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn:
Netfang:
Kvenfélag:
Héraðssamband:
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy