Leiklist í skapandi skólastarfi
Þessu námskeiði hefur verið frestað um óákveðin tíma. Þátttakendur verða látnir vita um leið og ný dagsetning liggur fyrir.

Markhópur: Grunnskólakennarar

Leiklist er hluti af aðalnámskrá og hefur bæði sjálfstætt inntak og getur verið öflugt aðferð til að beita í öllu námi barna og unglinga. Í Menntastefnu Reykjavíkur er lögð áhersla á sköpun, sjálfseflingu og félagsfærni og ávarpa verkefni námskeiðsins alla þessa þætti.

Fagmennska er ein megináhersla menntastefnunnar og er námskeiðið hugsað sem lykill eða grunnur fyrir þátttakendur til að taka með sér inn í skólastarfið og svo inn í faglega umræðu í kjölfarið.
Sumarið 2022 mun Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við FLÍSS (Félag um leiklist í skólastarfi) og IDEA, (International Drama/Theatre education Association) halda níundu heimsráðstefnu IDEA 4. - 8. júlí 2022 í Reykjavík. Ráðstefnan ber yfirskriftina DRAMA 4ALL. Drama for Tall and Small. Celebrating Drama in a Changing World. Um 500 manns víðsvegar að úr heiminum munu sækja ráðstefnuna og allir sem áhuga hafa á leiklist og sköpun í skólastarfi eru velkomnir.

Í kjölfar ráðstefnunnar, í ágúst 2022, er ætlunin að halda framhaldsnámskeið í leiklist og skapandi skólastarfi út frá yfirskrift ráðstefnunnar fyrir þá sem áhuga hafa á að auka þekkingu sína á fjölbreyttum aðferðum leiklistar til að nota í skóla- og frístundastarfi.

Markmiðið með verkefninu/námskeiðinu:
Að auka hæfni kennara til að nota skapandi leiðir byggðar á leiklist og aðferðum hennar í skólastarfinu og víkka sýn á möguleikana með því að tengja þátttakendur fyrirhugaða við alþjóðlega ráðstefnu 2023

Lýsing:
Á námskeiðinu Leiklist í skapandi skólastarfi kynnast þátttakendur fjölbreyttum aðferðum og nálgunum leiklistar ásamt því hvernig hægt er að nota leiklist í skóla- og frístundastarfi. Þungamiðjan á námskeiðinu er að þjálfa þátttakendur í að vinna sjálfstætt með aðferðum leiklistar á faglegan og skapandi hátt.
Hvaða starfsmenn munu sækja námskeiðið/taka þátt í verkefninu?:*
Kennarar - fjölbreyttur hópur

Kennari: Hákon Sæberg Björnsson
Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-

This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse