Atskákmót Íslands 2021
Íslandsmótið í atskák fer fram mánudaginn 27. desember og þriðjudaginn 28. desember klukkan 18:30. Mótið verður haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, 108 Reykjavík. Fyrstu fimm skákirnar verða tefldar á mánudagskvöldinu, og seinni fjórar á þriðjudagskvöldinu.

Tefldar verða 9 skákir með tímamörkunum 10+5. Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is. Aðeins er tekið við skráningu á netinu, ekki á staðnum. Skráningu lýkur um leið og 49 hafa skráð sig.

Sigurvegari mótsins hlýtur nafnbótina Atskákmeistari Íslands 2021. Núverandi Íslandsmeistari er stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson.

Heimilt er samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum að halda íþróttakeppnir fyrir allt að 50 manns með eða án snertingar. Því miðar skráning við í mesta lagi 49 manns. Rúmt verður á milli borða og handspritt og grímur á staðnum. Grímuskylda verður í húsinu en þegar skákin er tefld má taka grímuna niður. Við mælum eindregið með því að fólk fari í covid-hraðpróf, til dæmis er hægt að panta um morguninn eða einhvern tíman yfir daginn þann 27. desember, og tryggja þannig neikvæða niðurstöðu áður en teflt verður í mótinu.

Þátttökugjöld: Fullorðnir, 2000 kr. 17 ára og yngri, 1.000 kr.

Verðlaunafé:
1. 60.000 kr.
2. 40.000 kr.
3. 20.000 kr.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Netfang *
Atskákstig: https://ratings.fide.com/  *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy