Opinskátt um ofbeldi
Opinskátt um ofbeldi
Ræðum opinskátt um ofbeldi við börn - andlegt ofbeldi, netofbeldi, líkamlegt ofbeldi - Tökum afstöðu gegn ofbeldi.

Um námskeiðið: Að uppfræða kennara um ólíkar tegundir ofbeldis sem börn á grunnskólaaldri geta orðið fyrir s.s. netníð, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þá verður fjallað um mikilvægi þess ræða opinskátt um ofbeldi við börnin og ekki síst til að hvetja börn til að tjá sig opinskátt um ofbeldi. Opinská umræða getur komið í veg fyrir
ofbeldi og stöðvað það. Þá verður einnig komið inn á mikilvægi virkar þátttöku nemenda í skólastarfi í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt forvarnargildis jákvæðs skólabrags sem getur dregið úr neikvæðum samskiptum og ofbeldi. Við lok námskeiðsins eiga kennarar að hafa fleiri verkfæri í verkfærakistum þeirra til að geta borið kennsl á ofbeldi og rætt opinskátt um það við nemendur.

Markmið þess: Að þjálfa kennara til að gera nemendur betur í stakk búna til að taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, koma í veg fyrir það og uppræta.

Kennari: Ellen Calmon og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir.
Hvenær: Miðvikudaginn 12. ágúst 13:00 – 15:00
Hvar: Mixtúru
Þátttökugjald: 4.000 kr.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse