Tjattað um trans - í heilbrigðiskerfinu
Haldið dagana 11. og 18. sept kl. 13.30-15.30 í Fjölheimum, Selfossi.
Markmið námskeiðs er að efla færni þátttakenda að taka á móti og vinna með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Farið verður yfir hugtök sem tengjast hinseginleikanum, kynjakerfið okkar, umhverfi trans barna og hagnýt ráð í vinnu með þennan hóp óháð því hvort um ræðir klíníska meðferðarvinnu eða annað. Námskeiðið fer fram í öryggu rými þar sem allar spurningar eru velkomnar og ætlast er að til að þátttakendur sýni hvert öðru og umræðuefninu virðingu.