Frístundalæsi í starfi með 6-9 ára börnum
Á þessu námskeiði verður handbókin Frístundalæsi kynnt og fjallað um mismunandi leiðir til eflingar læsis í víðum skilningi. Meðal annars verða kynnt 10 einföld skref, uppbyggileg smáforrit og hugmyndir sem hægt er að framkvæma í almennu starfi. Námskeiðið byggist upp á gagnvirkni þar sem starfsfólk er í umræðuhópum og verkefnum. Handbókin og heimasíðan Frístundalæsi er grunnur námskeiðsins og unnið verður með sjö ólíkar læsistegundir:
- Félagslæsi
- Lista- og menningarlæsi
- Miðlalæsi
- Samfélagslæsi
- Náttúru- og umhverfislæsi
- Vísindalæsi
- Heilsulæsi

Markmið: Að efla stuðningsfulltrúa, skólaliða og annað starfsfólk grunnskóla sem vill öðlast þekkingu á gildi markvissra starfshátta með mál og læsi á vettvangi grunnskóla - og frístundastarfs, með 6-9 ára gömul börn í huga. Fjölbreytt tækifæri felast til eflingar máls og læsis barna í gegnum leik og frístund og námskeiðið eflir hæfni þátttakenda til að tileinka sér og innleiða ólíkar tegundir læsis.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse