Fákar og fjör - haust 2023 - Forskráning
Hér er hægt að forskrá áhugasama nemendur á námskeið hjá Fákar og fjör haustið 2023 :) Það er BIÐLISTI fyrir börn með lánshest á öllum dagsetningum eins og er en við reynum eftir bestu getu að koma börnum að!

Námskeiðin verða haldin á félagssvæði Fáks í Víðidal (Félagshesthúsinu) og byrja í lok ágúst og stendur yfir 8 vikna tímabil. Verklegt tímabil spannar 6 vikur og í framhaldinu tekur við 2 vikna bóklegt tímabil (samtals 8 vikur). Námskeiðin eru bæði hugsuð fyrir nemendur með eigin hesta og einnig nemendur sem fá útvegaða lánshesta hjá okkur. Nákvæmar dagsetningar og tímasetningar verða gefnar út þegar skráningin er komin á veg.

ATH! Endanlegar tímasetningar eru birtar með fyrirvara þar sem það á eftir að skipta upp í hópa eftir getu og aldri, en reynt verður eftir fremsta megni að komast til móts við þá sem þurfa tilfæringar. Yngri knapar með mikla reynslu verða hugsanlega færðir upp um aldurshóp. 

ATH! Endanleg verð fyrir námskeiðin liggja ekki fyrir eins og er vegna þess að það á eftir að fá verð í hesthúsplássin, en endanleg verð munu liggja fyrir í næstu viku. Skráningin er ekki bindandi!

Stefnt er að því að kenna:

*** Hópar 1 og 2 *** (BIÐLISTI)!
- Aldursviðmið 7 ára og eldri
- 6 verklegir tímar og 2 bóklegir tímar
Hópur 1 : Mánudagur
Hópur 2 :  Fimmtudagur

*** Hópar A - D ***
- 10 verklegir tímar og 2 bóklegir tímar

A : Mánudagar og miðvikudagar. Vanari knapar sem hafa verið hjá okkur áður (aldursviðmið 12 ára og eldri) (BIÐLISTI)!
B : Föstudagar og laugardagar. Vanari knapar sem hafa verið hjá okkur áður (aldursviðmið 12 ára og eldri)(BIÐLISTI)!
C : Fimmtudagar og laugardagar. Knapar á aldrinum 8 - 12 ára (BIÐLISTI)!
D : Miðvikudagar og föstudagar. Knapar á aldrinum 8 - 12 ára (BIÐLISTI)!

Ef eftirspurn er mikil fyrir námskeið 1x í viku verður hugsanlega boðið uppá  annað námskeið á þriðjudögum fyrir 6 - 10 ára nemendur.
---------------------------------------------------------------------------------

12 ára og eldri (2x í viku; 10 verklegir og 2 bóklegir tímar) (Hópur A og B)

Í haust ætlum við að bjóða upp á námskeið með áherslu á knapamerkin í bland við skemmtilega útreiðatúra. Við lok námskeiðsins geta þeir nemendur sem treysta sér til þreytt verklegt og/eða bóklegt próf. Lesa má meira um knapamerkin hér: www.knapamerki.is

Nemendum gefst kostur á að fá lánshest á þetta námskeið eða mæta með sinn eigin. 

Verð: 

með eigin hest: 37800,-

með lánshest: 59500,-


--------------------------------------------------------------------------------------

8 - 12 ára (2x í viku; 10 verklegir og 2 bóklegir tímar) (Hópur C og D)

Námskeiðið er bæði hugsað fyrir nemendur sem vantar lánshest og nemendur með eigin hest. Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að umgangast hestana í hesthúsinu, taka þátt í daglegri umhirðu, æfa umgengni og fræðast um þarfir hesta á húsi. Verklegar æfingar verða fjölbreyttar og markmiðið að byggja upp grunnfærni í reiðmennsku með uppbyggilegum æfingum í gerði/reiðhöll og reiðtúrum. Hópaskipan verður getu og aldursskipt eftir fremsta megni. 

Verð: 

með eigin hest: 37800,-

með lánshest: 59500,-

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
7 ára og eldri (1x í viku; 6 verklegir og 2 bóklegir tímar) (Hópur 1 og 2)

Námskeiðið er bæði hugsað fyrir nemendur sem vantar lánshest og nemendur með eigin hest. Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að umgangast hestana í hesthúsinu, taka þátt í daglegri umhirðu, æfa umgengni og fræðast um þarfir hesta á húsi. Verklegar æfingar verða fjölbreyttar og markmiðið að byggja upp grunnfærni í reiðmennsku með uppbyggilegum æfingum í gerði/reiðhöll og reiðtúrum. Hópaskipan verður getu og aldursskipt eftir fremsta megni. 

Verð: 

með eigin hest: 22500,-

með lánshest: 36500,-


-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Pollahópur 5 - 7 ára (með fyrirvara um að næg þátttaka næst) (1x í viku)

Hugsanlega verður boðið uppá pollahóp þar sem nemendur læra að umgangast hesta með öruggum hætti, byggja upp traust og jafnvægi á baki. Áhersla verður lögð á að æfa færni á hestbaki í gegnum skemmtilega leiki á baki. 

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Námskeið - hentugar tímasetningar *
Nafn forráðamanns/manna
*
Kennitala greiðanda *
Símanúmer forráðamanns 1
*
Símanúmer forráðamanns 2
Nafn nemanda *
Aldur *
Reynsla *
Annað sem gott væri að vita?
Ég kem með minn eigin hest á námskeiðið
Clear selection
Ég óska eftir að nýta frístundastyrkinn? *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy