Deildakeppni BSÍ 2022-2023 - BH skráning

Það er loksins komið að því sem við hjá BH höfum barist fyrir lengi – Deildakeppni BSÍ verður spiluð yfir allt tímabilið ! Þetta er mikil breyting og vonandi allir spenntir fyrir þessu.

Hér eru helstu punktar um mótið :

·       Fyrirkomulagið er líkt og við þekkjum frá öðrum íþróttagreinum – spilað heima og að heiman.

·       Fjöldi leikja í hverri viðureign tveggja liða er :

                 5 leikir í Úrvalsdeild (MS, WS, MD, WD og XD) – þarf því að lágmarki 2 stráka og 2 stelpur í lið.

                 7 leikir í 1. – 2. Deild ( 2 MS , WS, 2 MD, WD og XD) – þarf því að lágmarki 4 stráka og 2 stelpur í lið.

·       Hver leikmaður getur einungis spilað með einu liði líkt og við þekkjum.

·       Allir iðkendur BH sem ekki eru í liði telja til varamanna.

·       Þetta er liðakeppni fullorðinsliða og hentar því aðeins fyrir fullorðna og unglinga sem eru vanir að keppa á          fullorðinsmótum.

Við hjá BH stefnum á að leika okkar heimaleiki á föstudagskvöldum en svo kemur í ljós á hvaða dögum önnur lið hafa sína heimaleiki. Er reiknað með að þetta séu 1-2 viðureignir í mánuði hjá hverju liði.

Þegar öll félög hafa skráð sín lið til leiks, þá mun BSÍ gefa út leikjaskrá svo hægt er að sjá með góðum fyrirvara hvenær hvert lið er að spila. Líklegt er að keppnistímabilið sé október - apríl/maí.

Þetta er því smá binding að vera í liði og gott að hafa það á bakvið eyrað þegar þið skráið ykkur. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að taka þátt og munum reyna eftir bestu getu að koma öllum í lið en annars þá á varamannbekkinn.

Viljum við því biðja alla BH-inga sem hafa áhuga á að vera með í Deildakeppninni í ár að fylla út formið hér að neðan. Þátttökugjaldið er 5.000 kr á mann óháð leikjafjölda og verður rukkað þegar liðsskipan skýrist. BH greiðir hluta af gjaldinu og sér um allan kostnað við kúlur.

Þjálfarar BH munu svo raða saman í lið en við stefnum á að vera með 2 lið í Úrvalsdeild, 2-3 lið í 1.deild og 2-3 lið í 2.deild.

Síðasti skráningardagur BH-inga er 2.október.

Koma svo, allir með!


Sign in to Google to save your progress. Learn more
Fullt nafn *
Kennitala *
Viltu taka þátt í Deildakeppninni 2022-2023 ? *
Eru einhverjir dagar/vikur sem þú veist þú getur ekki keppt - t.d vegna utanlandsferðar eða vinnu
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy