Hoppað í hnapphelduna á sumarsólstöðum
Miðvikudaginn 21. júní næstkomandi býður Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, kærustupörum að ganga í hjónaband í snarpri, merkingarþrunginni, hátíðlegri og síðast en ekki síst lögformlegri athöfn. Að þessu sinni verður viðburðurinn haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er þetta í fyrsta sinn sem hjónavígslur á vegum Siðmenntar fara fram þar með sambærilegum hætti.

Til að hjónavígsla hafi lagalegt gildi þurfa hjónaefni að fá útgefið könnunarvottorð.
*Hjónaefni sem fædd eru á Íslandi og hafa lögheimili á Íslandi geta sótt um tilskilin vottorð í gegnum www.island.is.
*Hjónaefni sem ekki eru fædd á Íslandi og/eða eru ekki með lögheimili hér á landi geta fyllt út þetta eyðublað og sótt um tilskilin vottorð hjá Sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum í netfangið gifting@syslumenn.is (s. 458-2900).

Skráning
Í fyrra komust færri að en vildu svo áhugasöm eru hvött til að skrá sig sem fyrst á meðfylgjandi formi; reynt verður að tryggja öllum umsækjendum athöfn. Umsækjendum verður sendur greiðsuhlekkur til staðfestingar á skráningu athafnar og þegar athafnargjald hefur verið greitt verður hjónaefnum úthlutaður tími á athafnardag.

Verð
10.000 ef bæði hjónaefni eru félagar á vígsludag
15.000 ef annað hjónaefna er félagi 
20.000 ef hvorugt hjónaefna er félagi
Auðvelt er að velja til hvaða lífsskoðunarfélags sóknargjöldin þín renna á www.island.is

Annað
Athafnirnar taka um 20-30 mínútur hver.
Boðið verður upp á lifandi tónlist og fallegt umhverfi.
Gestir velkomnir.
Stundvísi er nauðsynleg.
Fyrirspurnir sendist á athafnir@sidmennt.is

Sign in to Google to save your progress. Learn more
UPPLÝSINGAR UM ÞJÓNUSTUÞEGA
Nafn hjónaefnis 1 *
Kennitala hjónaefnis 1 *
Er hjónaefni 1 félagi í Siðmennt? *
Nafn hjónaefnis 2 *
Kennitala hjónaefnis 2 *
Er hjónaefni 2 félagi í Siðmennt? *
Nafn tengiliðar (við hvort/hvora/hvorn ykkar eigum við að hafa samband)? *
Netfang tengiliðar?
(Greiðsluhlekkur verður sendur á netfangið til staðfestingar á bókun.
Bókun telst ekki staðfest fyrr en hlekkur hefur verið verið greiddur.)
*
Símanúmer tengiliðar? *
UPPLÝSINGAR UM ATHÖFNINA
Ætlið þið að skiptast á hringum? *
Viljið þið vera með eigin heityrði?
Heityrði eru stuttir textar frá hvoru um sig þar sem þið til dæmis getið lýst yfir ást ykkar eða væntingum ykkar og vonum með ykkar eigin orðum eða vísun í texta sem hefur þýðingu fyrir ykkur. Athugið að heityrði hvors um sig geta ekki tekið lengri tíma en mínútu í flutningi.
*
Hvernig par eruð þið?
Ef þið viljið segja okkur frá ykkur sem pari er upplagt að gera það hér.
Hafið þið aðrar athugasemdir?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy