Vinnustofa með Lauru Lundy um þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku
Hvenær: 6. nóvember 2019 frá klukkan 8:30 - 12:00
Hvar: Hilton Reykjavík Nordica

Umboðsmaður barna og félagsmálaráðuneytið heldur vinnustofu um þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku með einum helsta sérfræðingi samtímans Lauru Lundy prófessor við Queen‘s háskóla í Belfast, miðvikudaginn 6. nóvember n.k. Einnig heldur erindi á vinnustofunni sérfræðingur frá umboðsmanni barna á Írlandi Carmel Corrigan um reynslu Íra á þessu sviði en Írland samþykkti árið 2015 framsækna aðgerðaáætlun til fimm ára um samráð við börn.

Að erindum loknum verða umræður meðal þátttakenda þar sem þeim gefst kostur á að deila reynslu af farsælu samráði við börn eða koma með hugmyndir að því hvernig slíku samráði sé best háttað hjá stjórnvöldum, opinberum stofnunum og sveitarstjórnum.

Dagskrá:
08:30               Skráning
09:00               Ávarp Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
09:10               Salvör Nordal, umboðsmaður barna, mótun aðgerðaráætlunar
09:20               Dr. Laura Lundy, prófessor við Queens háskóla í Belfast, Lundy módelið um þátttöku barna
10:00               Carmel Corrigan, sérfræðingur hjá umboðsmanni barna á Írlandi um aðgerðaráætlun Írlands
10:30               Kaffihlé
10:45               Eiður Axelsson Welding og Ísak Hugi Einarsson, fulltrúar ráðgjafarhóps umboðsmanns barna.
11:00               Umræður
12:00               Fundarlok

Kaffiveitingar í boði.

Vinnustofan er skipulögð í samvinnu við stýrihópa Stjórnarráðsins um mannréttindi og málefni barna. Hún er liður í mótun aðgerðaráætlunar um efnið en félags- og barnamálaráðherra fól umboðsmanni barna að vinna slíka áætlun með samningi sem gerður var í apríl s.l. Samningurinn byggir á samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 1. mars s.l. þar sem segir „að stefnt verði að aukinni þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun stjórnvalda sem og tillögu sem felur í sér að allar stærri ákvarðanatökur sem og lagafrumvörp skuli rýnd út frá áhrifum á stöðu og réttindi barna.“

Dr. Laura Lundy er prófessor í menntunarfræðum við Queens háskóla í Belfast á Norður-Írlandi. Hún er höfundur Lundy módelsins um þátttöku barna sem hefur haft mikil áhrif á stefnumótun á þessu sviði í Evrópu. Hún hefur birt fjölda greina og bóka um efnið. Hér má fræðast nánar um Dr. Lauru Lundy - https://pure.qub.ac.uk/portal/en/persons/laura-lundy(78db8e68-97f3-49a0-9473-42b1bb6fefc9)/publications.html 

Carmel Corrigan er sérfræðingur í þátttöku barna hjá umboðsmanni barna á Írlandi.


Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Netfang *
Stofnun / félagasamtök
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy