Seigla sigrar vandann
Fullbókað er á námskeiðið.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt komast á biðlista vinsamlegast sendu tölvupóst á umsjónaraðila á netfangið: nymid@reykjavik.is

Lýsing:
Markhópur: Grunnskólakennarar

Á námskeiðinu verður farið í það hvað einkennir fólk sem býr yfir seiglu og hvernig hægt er að þjálfa seiglu markvisst. Hugmyndarfræðin byggir á kenningum og rannsóknum í sálfræði, læknisfræði og lýðheilsu. Nýjustu rannsóknir sýna að það skiptir máli hvernig þú tekst á við áskoranir í lífinu.

Markmiðið er að kynna hvað það er sem almennt er talið að einkenni seiglu sem og að kynna aðferðir sem auka seiglu sem hefur bein áhrif á vellíðan. Þannig er hægt að stuðla að sjálfsöryggi og styrk þó að starfað sé í krefjandi aðstæðum. Kynnt verður á hverju hugmyndafræðin byggist, og aðferðir sem eru bæði ganglegar fyrir starfsmenn í krefjandi störfum og aðstæðum, en ekki síður til að nýta í uppeldi og kennslu barna og ungmenna. Má þar t.d. nefna æfingar sem efla hugrægt og öndunartækni sem hefur bein áhrif á taugakerfið.

Kennarar eru stofnendur Verunnar áhugafólks um vellíðan í skólum
Elísabet Gísladóttir, Lýðheilsufræðingur og Aðalheiður Jensen er með diplóma í jákvæðri sálfræði.

Hvar: Fjarnámskeið - Þátttakendur fá sendan TEAMS hlekk
Hvenær: 11. ágúst kl. 09:00-16:00
Þátttökugjald: kr. 6.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse