List fyrir alla og listveitan
Því miður fellur þessi smiðja niður. Við bendum þátttakendum á að enn er hægt að skrá sig á aðrar smiðjur sjá lista yfir skráningu á vefsíðunni: https://menntastefna.is/starfsthroun/#sumarsmidjur

Lýsing á námskeiði:

Markhópur: Grunnskólakennarar

List fyrir alla miðlar listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafnar þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Listveitan er rafrænn miðill. List fyrir alla og miðlar fjölbreyttu og faglegu listefni fyrir grunnskóla. Listveitan býður upp á tónleika, leikrit, danssýningar, sirkus, sögur frá leikhúsunum, viðtöl við okkar fremsta listafólk, kennsluáætlanir og fjölbreytt efni til að nýta í kennslu.

Við kynnumst Listveitunni nánar og þeim möguleikum sem Listveitan býður upp. Horfum til framtíðar og leikum okkur í gegnum huga og hönd.

Kennarar:
Elfa Lilja Gísladóttir, Listveita - List fyrir alla
Alma Dís Kristinsdóttir, Stafrænar styttur - Listasafn Einars Jónssonar.
Halla Helgadóttir, Hönnun fyrir alla - Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
Alda Rose Cartwright, myndlistamaður - Fegurð og fjölbreytileiki

Hvar: Háteigsskóli
Hvenær: 12. ágúst kl. 09:00-12:00
Þátttökugjald: kr. 4.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse