Töltslaufur og Kjarnakonur - Áhugakönnun

Í vetur er stefnt á að halda áfram að virkja þennan frábæra félagsskap sem eru þekktar undir nafninu Kjarnakonur/Töltslaufur í Fáki. Þetta verður sjötta árið sem hópurinn æfir saman. 

Meginmarkmið hópsins er fyrst og fremst að efla félagstengsl kvenna innan Fáks, auka fjölbreytni í þjálfun og gleði. Það er stefnt á að bjóða annarsvegar uppá kennsluhóp (Kjarnakonur) og sýningarhóp (Töltslaufur). 

Kjarnakonur: Kennsla, æfingar sem reyna á samhæfingu og fræðsla sem nýtist í almennum útreiðum/þjálfun. Tímarnir verða fjölbreyttir, t.d. stöðvaþjálfun, umhverfisþjálfun, parareið, einfaldari slaufuverkefni og leikir/þrautir sem hægt verður að framkvæma á tölti og jafnvel með tónlist. Það verða einnig undirbúningsæfingar sem fara fram í gegnum sýnikennslu, myndbönd eða með fyrirlestri í bóklegum tímum. 

Töltslaufur: Hópur sem samanstendur af 20-24 stelpukonum sem vilja æfa krefjandi sýningaratriði. Í þessum hópi er gerð krafa um reynslu í töltslaufum, skuldbindingu, þjálan og öruggan hestakost og öruggan knapa. Markmiðið er að sýna vel þjálfað og öruggt sýningaratriði á stórsýningu Fáks.

Hóparnir æfa á fimmtudagskvöldum kl. 19:00 – 20:00 og 20:00 – 21:00 til skiptis. Tímarnir verða a.m.k. 10 talsins, en það má gera ráð fyrir auka æfingum á tímabilinu. Tímabilið verður janúar-apríl (hugsanlega byrjar í desember með bóklega kennslu/gönguæfingar). 

Skráning er ekki bindandi en það er mikilvægt að fá mynd af hversu margar stefna að því að skrá sig svo við getum byrjað að skipuleggja starfið. 

Verð 42.500 kr

Bestu kveðjur, Sif og Karen reiðkennarar

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Ónefnd spurning
Clear selection
Nafn knapa
Tölvupóstur
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy