Leikum af list
Námskeiðið fellur niður.

Lýsing: Áhersla á listir, sköpun, tjáningu og samskipti er mikilvægur þáttur bæði í aðalnámskrá og menntastefnu Reykjavíkur. Í aðalnámskrá segir: Listsköpun opnar einstaklingum fjölbreyttar leiðir til að vinna með hugmyndir, varpa fram spurningum, endurspegla og túlka eigin reynslu og annarra. Þannig þroska nemendur hæfileika sinn og getu til að vega og meta gjörðir sínar og umhverfi með gagnrýnum hætti.

Við listsköpun opnast oft ný og óvænt sjónarhorn á hugmyndir og hluti, það losnar um hömlur og kímnigáfa nemenda fær gjarnan notið sín í óvenjulegum og ögrandi verkefnum. Við slíkar aðstæður koma leyndir hæfileikar gjarnan fram og nemendur tengjast innbyrðis á annan hátt en í öðrum greinum. Í gegnum leiklistarfstarf fá nemendur tækifæri til sjálfseflingar og aukinnar félagsfærni um leið og þeir læra aðferðir til að tjá sig og koma hugmyndum sínum áframfæri.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á leiklist og kynnast þátttakendur fjölbreyttum aðferðum og nálgunum leiklistar og hvernig hægt er að nota leiklist í skólastarfi. Þungamiðja námskeiðisins verður í að gefa þátttakendum verkfæri og hugmyndir til að vinna sjálfstætt að sýningum og senum með nemendum á faglegan og skapandi hátt.

Markmiðið: Að kynna fyrir kennurum fjölbreyttar aðferðir og gefa þeim tækifæri til að tengjast og kynnast öðrum kennurum í sömu sporum.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse