Hver eru sjónarmið þín um þróun byggðarinnar og viðhorf til verndar? Hvað veistu um húsin í bænum?

Ísafjarðarbær vinnur nú að því að hlutar af Neðstakaupstað og gamla bænum á Skutulsfjarðareyri verði gerð að verndarsvæði í byggð og í tilefni þess leitum við til íbúa og annarra áhugasamra. Ísfirðingar eru hvattir til þess að segja frá því sem þeir telja merkilegt við húsin í bænum.

Í þessari könnun er leitað sjónarmiða íbúa um framtíðarþróun byggðarinnar og viðhorf til verndar. Einnig er í könnuninni spurt að því hvort fólk búi yfir sérstökum upplýsingum um stök hús eða byggðina sem heild.
Hver bjó hvar og þetta gerðist þarna? Áhugavert er að fjalla um slíkar upplýsingar þegar saga húsanna er reifuð í húsakönnuninni sem nú er í vinnslu.

Munnlegar heimildir eru mikilvægar upplýsingar um sögu húsa. Frásagnir af íbúum og atburðum í ákveðnum húsum, hafa mikið gildi fyrir byggðasöguna okkar.

Eigendur húsanna í bænum eru því sérstaklega hvattir að taka þátt, því þeir búa oft yfir fágætum upplýsingum sem þeir hafa aflað sér, eða hefur verið gaukað að þeim í gegnum tíðina.  

Svör úr könnuninni verða nýtt við gerð húsakönnunar og tillögu fyrir verndarsvæði í byggð. Könnunin er nafnlaus.
 
Takk fyrir að taka þátt!

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Hér má sjá afmörkun fyrirhugaðs verndarsvæðis með bláum lit.
Bakgrunnur (krossa má við fleiri en einn valmöguleika eftir því sem við á)
Hversu vel þekkir þú þetta svæði?
Clear selection
Er eitthvað á svæðinu sem þér þykir mikilvægt að passa upp á (m.t.t. landslags, menningararfs, náttúru)?
Hvaða tækifæri eða áskoranir telur þú að felist í mótun stefnu og skilmála um vernd á svæðinu?
Hefur þú sérstakar upplýsingar um einstök hús eða svæðið sem þú vilt koma á framfæri? Um getur verið að ræða sögur af húsunum eða af fólkinu sem bjó í þeim, frásagnir hafa mikið gildi fyrir byggðasöguna okkar.  Ef þú ert með gögn sem þú vilt benda á má senda þau með tölvupósti á netfangið helgathuridur@isafjordur.is eða skrá að neðan upplýsingar um hvar má nálgast gögnin?
Einhverjar fleiri ábendingar eða tillögur sem þú vilt koma á framfæri í tengslum við verkefnið?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Alta ehf. Report Abuse