RÁÐAbrugg - Málþing um ungmennaráð
Föstudaginn 27. september halda Reykjavíkurráð ungmenna og ungmennaráð Skátanna málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur (og nærliggjandi húsnæði) um starf ungmennaráða en ráðin fengu styrk frá Erasmus+ til að halda málþingið.

Málþingið hefst klukkan 10:00 og er fyrir fulltrúa í alls konar ungmennaráðum, starfsfólk ungmennaráða, áhugasama um starf ungmennaráða og valdeflingu ungs fólks. Til þess að auka samtal ráðamanna og ungs fólks er hvert ungmennaráð sem ætlar að mæta á málþingið hvatt til að bjóða með sér 1-2 ráðamönnum úr sínu nærsamfélagi til að taka þátt í samtali um þátttöku ungs fólk í samfélaginu og þau málefni sem skipta ungmenni mestu máli.

Umfjöllunarefni verða meðal annars mikilvægi valdeflingar ungs fólks, samstarf ungmennaráða, stofnun ungmennaráða, skipulagning aðgerða, lýðræðisleg vinna í ungmennaráðum og hvaða lærdómur felst í því að taka þátt í starfi ungmennaráða. Fyrir hádegi verða fyrirlestrar en málstofur og vettvangur fyrir umræður og miðlun hugmynda eftir hádegi. Ítarlegri dagskrá verður kynnt þegar nær dregur málþinginu.

Aðgangur að ráðstefnunni er þátttakendum að kostnaðarlausu en boðið verður upp á ferðastyrki fyrir fulltrúa í ungmennaráðum sem koma lengra að. Endalegur ferðastyrkur mun ráðast af því hversu margir óska eftir ferðastyrk við skráningu á málþingið.

Gert er ráð fyrir að hvert ungmennaráð skrái alla sína þátttakendur í sömu skráningunni. Athugið að þið þurfið upplýsingar um nafn, netfang og fæðingardag þeirra sem verið er að skrá.

Fyrirspurnir varðandi málþingið berist til Sigurgeirs (sigurgeir@skatar.is) eða Huldu Valdísar (huldavv@reykjavik.is).
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Hver ert þú?
Clear selection
Next
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy