Félagsaðild í landssamtökunum Hearing Voices Iceland
Hearing Voices Iceland eru landssamtök þeirra sem heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar
óhefðbundnar upplifanir og áhugafólk um málefni þessa hóps.

Tilgangur félagsins er:
a) Að opna umræðu um mannréttindi einstaklinga sem heyra raddir, sjá sýnir og aðrar
óhefðbundnar upplifanir.
b) Að vera til staðar fyrir einstaklinga sem heyra raddir og stuðningsnet þeirra.
c) Að fræða samfélagið um þýðingu radda og annarra óhefðbundinna upplifana til að
uppræta fordóma.
d) Að stuðla að bættu geðheilbrigðiskerfi sem veitir uppbyggjandi þjónustu til
einstaklinga sem heyra raddir.
e) Að þróa gagnlegar aðferðir sem byggja á virðingu og styðja einstaklinga sem heyra
raddir til að takast á við erfiðar upplifanir af röddum.

Félagsaðild: Sérhver einstaklingur sem er reiðubúinn til að starfa eftir tilgangi og markmiðum félagsins getur orðið félagi í Hearing Voices Iceland. Félagsaðild stendur þeim til boða sem eru orðin 18 ára eða eldri.

Félagsgjald: Árgjaldið er 3000 kr en við erum ekki enn farin að innheimta það fyrir árið 2020. Við viljum ekki að þessi kostnaður komi í veg fyrir þátttöku í starfsemi félagsins svo endilega vertu í bandi við Fanneyju eða Svövu ef þú sérð þér ekki fært um að greiða 3000 kr fyrir félagsaðildina einhvern tímann á þessu ári.

Persónuupplýsingar félaga Hearing Voices Iceland eru aðgengilegar stjórn samtakanna. Farið er með þær sem trúnaðarmál. Upplýsingarnar eru varðveittar í tvö ár og er eytt að þeim tíma loknum. Stjórn Hearing Voices Iceland mynda Fanney Björk Ingólfsdóttir formaður, Grétar Björnsson, Kristinn (Stinni) Ragneyjarson og Svava Arnardóttir.

Ef einhverjar spurningar eru um félagið eða félagsaðildina, vinsamlegast sjáið likesíðu okkar á facebook.com/hearingvoicesiceland eða sendið tölvupóst á fanney@hugarafl.is eða svava@hugarafl.is.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Ég sæki um aðild að landssamtökunum Hearing Voices Iceland *
Required
Fullt nafn mitt er: *
Kennitala: *
Símanúmer: *
Sveitarfélag (Reykjavík, Kópavogur, ... o.s.frv.) *
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy