Félagsfærni og sjálfsefling með áherslu á hegðun og bekkjarstjórnun
Fullbókað er á námskeiðið.

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur efli þekkingu sína á aðferðum sem stuðla að æskilegri hegðun nemenda. Þeir læri að beita árangursríkum aðferðum sem byggja á trausti og virðingu, styðja við félagsfærni og sjálfseflingu nemenda sinna og stuðla að bættri líðan þeirra.

Námskeiðið er fyrsti liður í sérsniðnu námskeiði sem kennt verður nú á haustmisseri og metið er til 5 eininga á framhaldsstigi (5 ECTS). Þátttakendur geta valið að taka námskeiðið með eða án eininga.

Þættir sem unnið er með á námskeiðinu í vetur:
a) Framkvæmd mats á stöðu bekkjarstjórnunar og styrkleikar bekkjar metnir. Reglur um hegðun nemenda mótaðar og þjálfun í kennslu þeirra. Æfingar í að nota skýr fyrirmæli til að efla samstarf.
b) Þjálfun í notkun hvatningar með margbreytilegum hætti, bæði með bekknum í heild sinni og fyrir einstaklinga.
c) Farið yfir jafnvægi í hvatningu og leiðum til að stöðva erfiða hegðun. Praktískir þættir í bekkjarstjórnun skoðaðir nánar og æfðir.
d) Markviss notkun lausnaleitar kennd og mikilvægir þættir í samstarfi við foreldra.

Ítarlegar upplýsingar um námskeiðið má finna hér: https:menntastefna.iswp-contentuploads202006Félagsfærni-og-sjálfsefling-með-áherslu-á-hegðun-og-bekkjarstjórnun-námskeiðslýsing.pdf

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir (esteryj@hi.is) starfsþróunarstjóri á MVS.

Endurmat á stöðu bekkjarstjórnunar í lok námskeiðs.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse