Upprifjun í skyndihjálp fyrir sundkennara
Ekki er lengur tekið á móti skráningu á þetta námskeið.

Markhópur: Sundkennarar.

Markmið: Að tryggja öryggi nemenda í sundkennslu og uppfylla reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum um endurmenntun og hæfnispróf sundkennara*. Á námskeiðinu verður boðið uppá að taka hæfnispróf.

*Úr reglugerð: Sundkennarar sem fengu leyfisbréf fyrir 15. febrúar 2014 geta valið á milli tveggja kosta til að uppfylla reglugerðina:
1) Sækja endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti
EÐA
2) Sækja endurmenntunarnámskeið árlega.

Sundkennarar sem fengu leyfisbréf eftir 15. febrúar 2014 skulu sækja bóklegt endurmenntunarnámskeið og standast hæfnispróf á þriggja ára fresti.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér sundföt því hluti námskeiðsins fer fram ofan í lauginni.

Kennarar: Oddur Eiríksson
Hvar: Laugardalslaug
Hvenær: 11. ágúst kl. 08:15-16:00 og 13. ágúst kl. 8:15-16:00 (ath. sama námskeiðið er í boði tvisvar sinnum og því hægt að velja á milli tveggja tímasetninga)
Þátttöku- og efnisgjald: kr. 6.000,-
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse