Fákar og fjör - haustnámskeið 2021
Fákar og fjör er hestaíþróttaklúbbur fyrir börn og unglinga í hestamannafélaginu Fáki. Klúbburinn var stofnaður haustið 2014 af þeim stöllum, Sif Jónsdóttur og Karen Woodrow. Tilkoma hestaíþróttaklúbbsins Fákar og fjör hefur m.a. auðveldað nemendum sem ekki hafa bakland í hestamennsku að stunda íþróttina árið um kring. Einnig hefur hann auðveldað nemendum að mynda vinatengsl við jafnaldra með sama áhugamál.

Sif og Karen hafa báðar reynslu af því að vinna með börnum, bæði í gegnum námskeiðahald í hestamennsku og í gegnum skólastarf. Þær eru báðar menntaðir reiðkennarar en einnig hafa þær menntað sig á öðrum sviðum. Sif er sálfræðingur og Karen er starfandi framhaldsskólakennari við hestabrautina í Fmos. Reynsla þeirra af vinnu með börnum og unglingum í hestamennsku hefur sannfært þær um að hestamennska getur reynst áhrifaríkt tæki til að hafa áhrif á líðan og hegðun manna á jákvæðan hátt. Þess vegna fjallaði meistaraverkefni Sifjar í klínískri sálfræði um áhrif hestameðferðar á ungmenni í vanda. Meistaraverkefni Karenar í verkefnastjórnun fjallaði um hvernig nota má hestinn sem verkfæri til að efla leiðtogafærni mannsins.

Kennslan fer fram í hópum, en lögð er áhersla á að nemendur fái kennslu sem hentar aldri, getustigi og áhugasviði hvers og eins. Námskeiðið stendur yfir 12 vikna tímabil sem skiptist í tvær sex vikna lotur. Fyrri hlutinn er sex vikna tímabil (byrjun sept – miðjan október) þar sem nemendur verða aðallega í verklegum reiðtímum og kennt verður tvisvar til þrisvar í viku. Síðari hlutinn (vika 7 - 12) verður bóklegt tímabil þar sem kennt verður einu sinni í viku. Námskeiðsgjald er: 47.500,- (hægt er að nota frístundastyrkinn). Leiga á stíu í félagshesthúsinu greiðist sér en mánaðargjald er 26.500 krónur.

*Líkt og undanfarin ár reynum við að útvega þeim sem ekki hafa aðgang að hesti lánshesti. Fyrir aðgang að hesti 2-3x í viku er kostnaðurinn 38.000 fyrir 6 vikur (námskeiðsgjald bætist við). Innifalið í þessu verði er þá hesthúspláss, járningar, hey, dýralæknakostnaður og annað sem fellur til.

Þrep 1: Aldursviðmið: 8 - 12 ára. Hentar börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku. Kennd verða grunnatriði í reiðmennsku og lögð áhersla á að nemendur læri í gegnum leik. Hér er er einnig byrjað að leggja áherslu á vandaða reiðmennsku og leggja grunn að því að nemendur læri að setja sér markmið.

Þrep 2: Aldursviðmið: 10 - 12 ára. Hentar börnum og unglingum sem eru orðin nokkuð vön og treysta sér til útreiða í hópi. Við setjum markmið í upphafi námskeið, áhersla lögð á vandaða grunnreiðmennsku og uppbyggilega þjálfun hestsins. Nemendur verða undirbúnir undir að taka knapamerkjapróf 1.

Þrep 3: Aldursviðmið: 12 ára og eldri. Hentar börnum og unglingum sem eru orðin nokkuð vön og treysta sér til útreiða. Við setjum markmið í upphafi námskeið, áhersla lögð á vandaða grunnreiðmennsku og uppbyggilega þjálfun hestsins. Nemendur verða undirbúnir undir að taka knapamerkjapróf 1, 2 og 3.

Þrep 4 : Aldursviðmið: 15 ára og eldri. Einstaklingsmiðað námskeið þar sem mikil áhersla er lögð á markmiðasetningu, gagnrýna hugsun og að efla sjálfstæði í vinnubrögðum. Vönduð grunnreiðmennska, uppbyggileg þjálfun hestsins og samspil ábendinga eru lykilatriði. Undirbúningur fyrir knapamerki 1-5 (fer eftir stöðu hvers og eins).

Nákvæmar tímasetningar verða auglýstar síðar. Við hvetjum þá sem óska eftir plássi á námskeiðið að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að byrja að raða í hópa og ákveða endanlegar tímasetningar.

*ATH! Á haustönn býðst nemendum að leigja pláss í félagshesthúsi Fáks. Þar sinna þau verkum sem fylgja því að eiga/sjá um hesta. Þau sjá því sjálf um að setja út, vigta hey, raka til í stíum, bera undir, beita hestunum og ekki síst að rækta vinskap við hestinn sinn. Nemendur og foreldrar sem fá leigt pláss í félaghesthúsi Fáks bera ábyrgð á sínum hesti og hjálpast að með gjafir. Um helgar þurfa nemendur að taka að sér 1-2 gjafir og þurfa foreldrar að aðstoða börnin. (Nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulag varðandi gjafir þegar námskeiðið hefst).

Við hlökkum til haustsins :)

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn barns *
Þrep *
Kennitala barns *
Nafn foreldris/forráðamanns *
Símanúmer foreldris/forráðamanns *
Símanúmer 2
Tölvupóstur 1 *
Tölvupóstur 2
Kennitala greiðanda *
Vill nota frístundastyrkinn? *
Ég óska eftir plássi í félagshesthúsi Fáks *
Ég óska eftir lánshesti *
Aðrar mikilvægar upplýsingar/athugasemdir?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy