Skráning á netnámskeiðin                                Hannað með Ásdísi 2024 (Láttu peysuna passa!)
Hér finnur þú lýsingu á námskeiðunum og skráningu á 4 námskeiðum A,B,C og D Einnig er hægt að taka öll og fá afslátt. 

A: Grunnnámskeið í hönnun á handprjónavörum.
Hér lærum við að taka mál, skoðum stærðartöflur, lærum prósentu aðferðina, gerum hönnunaryfirlit, spáum í hvað hreyfivídd er, hvernig finnum við hugmyndir, skoðum líkamsformið.
Við skoðum áherslur í prjónahönnun, útlit, hvernig peysu á að hanna, útlínur og smáatriði. Hvert á augað að leita, línur og form. Við leitum fanga í söguna og lærum af fatahönnuðum.
Þetta og meira til er borið fram í myndböndum og niðurhalanlegum PDF skjölum.
Þáttakendur fá í hendurmar tvö innbundin hefti (send í pósti) til að rissa upp munstur, punkta niður hugmyndir og útfærslur. Einnig hefti fyrir líkamsteikningar (annað heftið er með skapalónum sem hjálpa).
Þetta námskeið gefur þér tæki og tól til að hanna peysu frá grunni ef áhuginn er þar en einnig gefur það þér skilning á hönnuninni sem að baki liggur. Ef þú prjónar eftir annarra uppskriftum og finnst þær ekki alltaf passa, þá er auðvelt að aðlaga þær að þínum þörfum með aðferðinni sem kennd er hér.
Námskeiðið er 4 vikur. Efni sett inn frá: 14. Janúar, spurt og svarað 1 x í viku . Ath. efni verður aðgengilegt á vefnum í nokkrar vikur eftir það.     Verð 69.000 kr.
B: Prjónahönnun II    
Námskeið sem fellur vel sem framhald á námskeiði A.
Námskeið í hönnun með áherslur á formum og aðlögun að líkamsvexti kvenna, karla og yfirstærðum.
Berustykki, hálsmál, mynsturprjón og form, falskir saumar og stuttar umferðir. Hugað að stærri stærðum. Herrapeysur, saga og uppruni.
Þetta og meira til er borið fram í myndböndum og niðurhalanlegum PDF skjölum.
Námskeiðið er 2 vikur. Efni sett inn frá: 21. Janúar, spurt og svarað 1 x í viku. Ath. efnið verður aðgengilegt í nokkrar vikur eftir það.
Verð 29.900 kr. 
C:  Námskeið þar sem fjallað er um um garn og eiginleika. Litir og  7 þætti hönnunar og lista, fagurfræðin og praktíkin. Námskeið sem kemur á óvart og stendur sjálfstætt. 
Námskeiðið er í 1 viku. Efni sett inn: efni sett inn 28. og 31. janúar. Myndbönd og niðurhalanleg skjöl PDF.
Ath. efnið verður aðgengilegt í nokkrar vikur eftir það.

Verð 19.000 kr.
D: Að setja upp uppskrift. Fyrir þig sem ert að gera uppskriftir og vilt eiga þær uppsettar tilbúnar í sölu ef hugurinn leitar þangað. Við setjum upp form sem þú getur halað niður og ýtt aftur og aftur, farið yfir skref fyrir skref í mydbandi. Námskeiðið er í 1 viku 29. Janúar.
Myndbönd og niðurhalanleg skjöl PDF Ath. efnið verður aðgengilegt í nokkrar vikur eftir það.
Verð 19.000 kr.
Ef öll námskeiðin eru tekin saman standa þau í 8 vikur frá 14. janúar (þú getur byrjað hvenær sem er í janúar) og veittur er afsláttur , sjá neðst á síðu.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Fullt nafn *
Á hvaða námskeið viltu skrá þig? *
Greitt er með millifærslu á reikning: 0370-26-016208 Kt. 070258-2269
Greiða þarf námskeið áður en þau hefjast
Ef öll námskeiðin eru keypt saman má skipta greiðslu.
119.700 eða 2 x 59.850 
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy