Töfrakistan - vellíðan í forgang
Markhópur: Kennarar, náms- og starfsráðgjafar og skólastjórnendur í grunnskólum borgarinnar

Námskeiðslýsing: Það býr fjársjóður innra með okkur öllum sem gerir okkur kleift að lifa hamingjuríku lífi þar sem við fáum notið okkar í leik og starfi.  Áherslur námskeiðsins eru:
-beina athygli þinni að því sem gengur vel í starfi.
-læra leiðir til að takast á við streitu.
-læra einfaldar þakklætisvenjur sem auka hamingju.
-temja þér sjálfsumhyggju.
-skoða gildi þín og tilgang í starfi.
-auka meðvitaða nærveru í starfi (núvitund).

Innihald námskeiðsins er þróað út frá hugmyndafræði Jákvæðrar sálfræði og yoga. Í hverri viku er fyrirlestur á rauntíma og í þeim fyrirlestri er lögð áhersla á fræðslu í bland við öndun, yoga og hugleiðslu. Þátttakendur fá sérsniðna og fallega dagbók (á pdf. formi). Stofnaður verður lokaður facebookhópur fyrir utanumhald og hvatningu. Þar eru settar inn allar æfingar af fyrirlestri sem þátttakendur geta farið í gegnum á sínum hraða á meðan á námskeiði stendur auk ítarefnis.
Markmiðið er að í lok námskeiðs fari þátttakendur með töfrakistu fulla af alls kyns hagnýtum
sjálfsræktarverkfærum sem auðvelt er að tileinka sér.
Erla Súsanna er grunnskólakennari til 13 ára og hefur brennandi áhuga á jákvæðri menntun þar sem velferð nemenda er haft að leiðarljós. Í kennslu sinni sl. 6 ár kenndi hún m.a. núvitund og yoga.  Erla Súsanna er með alþjóðleg kennsluréttindi í yoga bæði fyrir fullorðna og ungmenni. Hún er með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði. Hún er með kennararéttindi í Núvitund auk þess sem hún hefur setið ótal námskeið og fyrirlestra sem tengjast hugrækt barna. Hún heldur einnig úti instagram reikningi sem ber heitið Töfrakistan þar sem hún deilir hugmyndum sínum.

Kennarar: Erla Súsanna Þórisdóttir
Hvar: Fjarnámskeið
Hvenær: Kennt verður í fjögur skipti, 3., 10., 17. og 24. nóv. nk.  kl. 14:30-16:00 alla dagana.
Þátttöku- og efnisgjald: kr. 4.000,-
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn
Netfang
Kennitala
Skóli
GSM
Greiðandi þátttökugjalds (kr. 4.000.-)
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse