Leikur að læra með Lego
Markhópur: Kennarar í grunnskólum Reykjavíkurborgar

Markmið: Á þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri á að prófa að setja saman legóþjarka og forrita hann. Einnig verður farið yfir kennslufyrirkomulag og leiðsagnavefur um legóþjarka og vélræna högun kynntur.

Lýsing: Verkefnavinna með LEGO er gefandi og frábær leið til að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda okkar m.a. í vísindum, forritun og tækni. Legókubbar bjóða upp á gagnlega og skemmtilega viðbót í kennslu. Þeir veita okkur kærkomið og einstakt tækifæri til að sinna sköpunar- og tækniþáttum á frumlegan og lærdómsríkan hátt með því að sameina hug og hönd. Legósettin sem verða notuð eru fyrir nemendur á yngra stigi (WeDo 2) og mið- og unglingastigi (Ev3).

Fjarnámskeið

Hvenær: 12. ágúst kl. 09.00-16.00
Kennarar: Jórunn Pálsdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse