Geðheilbrigði framhaldsskólanema: málþing um aðgengi að sálfræðiþjónustu
Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, stendur fyrir málþingi um geðheilbrigði nemenda og aðgengi þeirra að sálfræðiþjónustu.  

Málþingið fer fram í Hinu húsinu, ungmennahúsi Reykjavíkurborgar við Rafstöðvarveg 7-9. Til að tryggja að hægt sé að halda góðri fjarlægð verða aðeins 50 sæti í boði og þarf að skrá sig í gegnum þetta form, fyrstur skráir, fyrstur fær. Netföngum er aðeins safnað til að koma upplýsingum til skráðra, svo sem ef upp kemur sú aðstaða að fresta þarf viðburði vegna Covid eða af öðrum ástæðum.

Við biðjum fólk um að virða skráningu en að öðrum kosti hafa samband við skipuleggjendur á neminn@neminn.is 

Viðburðinum verður einnig streymt á visir.is 

Dagskrá:
10:30 - Setning málþings

10:35 - 11:50 erindi:
Sigvaldi Sigurðarson, verkefnastjóri á skrifstofu SÍF - „Í frjálsu falli“ 

Guðrún Randalín Lárusdóttir, aðstoðarskólameistari Tækniskólans.
Kæri sáli - reynsla Tækniskólans af sálfræðiþjónustu innan skólans.

Fríður Reynisdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann við Hamrahlíð. - Heildstæð stoðþjónusta fyrir framhaldsskólanemendur.

Júlíana Garðarsdóttir, sálfræðingur við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. - Að vinna í skólanum.

Aníta Þula Benediktsdóttir Cummings - Reynslusaga nemanda.

11:50 - 12:10 Hádegishlé - boðið verður upp á léttar veitingar

Ávarp: Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Ávarp: Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

12:30 - 13:15 Pallborðsumræður


Fundarstjóri er Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni



Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Netfang *
Ég kem frá (t.d. vinnustaður, staða)
Með þessari skráningu gef ég SÍF leyfi til að taka myndir af mér á málþinginu og nota þær í umfjöllunarefni um það, á vef félagsins, samfélagsmiðlum sem og á öðrum miðlum.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Samband íslenskra framhaldsskólanema. Report Abuse